Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Aron Guðmundsson skrifar 7. apríl 2025 12:31 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Samsett mynd Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“ HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“
HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira