Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar 4. apríl 2025 13:16 Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar