Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 08:03 Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar