Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar