Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar 1. apríl 2025 13:02 Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. Millilandaflug hefur svo blessunarlega aukist og er nú komið til að vera um Akureyrarflugvöll. Þrátt fyrir góðan vilja var hins vegar fyrirséð frá byrjun að þessi viðbygging yrði of lítil, en Norðlendingar taka á móti sínu fólki erlendis frá í kulda og trekki utandyra, þar sem hvorki var gert ráð fyrir móttökusal, né innritunarsal sem annað gæti einni millilandavél og einni innanlandsvél á sama tíma. Þannig hríslast fólk í innritun og hittir svo fagnandi ástvini að fríi loknu úti á plani í hvaða veðri sem er, sem eins og allir vita er samt oftast ágætt fyrir norðan. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt um verklok á nýrri álmu á Keflavíkurflugvelli, er 30 milljarða framkvæmdum við þá byggingu var lokið og farþegum hleypt í dýrðina. Sú opnun var einn áfangi 150 milljarða uppbyggingaráætlunar ISAVIA í Keflavík. Þá varðar reyndar lítið um hvað er að gerast á öðrum flugvöllum á landinu, því þeir eru ekki á ábyrgð félagsins né efnahagsreikningi. Nú kunna sumir að hvá. Er ekki ISAVIA ábyrgt fyrir öllum flugvallarmannvirkjum á landinu? Jú, en samt ekki. Eins og það er ISAVIA ohf. er eingöngu með Keflavíkurflugvöll og mannvirki hans á sínum efnahagsreikningi. Allir aðrir flugvellir landsins eru á ríkisreikningnum og reknir með fé af fjárlögum. Dótturfélag ISAVIA, Isavia Innanlands ehf., sinnir starfrækslu þessara flugvalla allra samkvæmt sérstökum samningi við ríkissjóð, en fjárhæð þess samnings (ávallt of lítil) er ákveðin á fjárlögum hvers árs, að meðaltali 2,5 milljarðar á ári undanfarin ár. ISAVIA ohf., fyrirtæki í eigu skattgreiðanda sem er rekstrar- og umsjónaraðili Keflavíkurflugvallar, skilaði nálega 7,5 milljörðum króna í hagnað eftir skatt á undanförnum tveimur árum, eða sem svarar til heildarfjárhæðar sem notuð var til rekstrar og viðhalds allra annarra flugvalla á landinu s.l. 5 ár.Ástæða þess að ég sting niður penna er sú staðreynd að ISAVIA hefur boðað að það muni fara fram á aukið hlutafé árlega úr ríkissjóði næstu ár, til að geta haldið dampi með metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sína í Keflavík, meðan ekki er vikið orði eða aur að öðrum flugvöllum landsins, sem virðast mega éta það sem úti frýs, sem fyrr. Athyglisverð voru orð fráfarandi stjórnarformanns ISAVIA um að í ljósi ofangreindra áætlana væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að eigendafyrirsvar félagsins, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, kynni skil á nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags ISAVIA varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það þarf semsagt að segja ríkissjóði hvað stjórn og starfsmenn ríkisfyrirtækisins ætla að gera þannig að fjármálaráðherra opni veskið. Enginn heima? Það er jafnan svo að eigendur fyrirtækja móta stefnu og sjá til þess að stjórn og starfsfólk framfylgi vilja eigandans. Það er ekki svo hér. Þetta olígarkíska fyrirkomulag hefur náð að þroskast vegna þess að eigandi félagsins, ríkissjóður f.h. skattgreiðenda, hefur ekki sett félaginu skýra eigendastefnu um það hvernig málum þess og stefnu skuli háttað. Núverandi eigendastefna inniheldur ekkert um uppbyggingu og viðhald alls flugvallakerfisins, þmt aðflugsbúnaðar, flugbrauta og flugstöðva um land allt. Sorgleg skúraþyrping í Vatnsmýrinni ber þessu ekki fagurt vitni, en uppistaðan í flugstöðinni þar er frá síðari heimsstyrjöld og engum til sóma. Sömu sögu má segja um land allt, þar sem flugvellir hafa drabbast niður því viðhaldi mannvirkja er ekki sinnt og nauðsynlegar endurbætur hafa náðst seint og illa fram. Í millitíðinni er blásið í frekari uppbyggingaráform í Keflavík. Í ljósi þess að varaflugvellirnir á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík hafa ekki þróast á sama hraða og Keflvíkurflugvöllur, ætti forsenda frekari uppbyggingar og markaðssetningar Keflavíkur að vera uppbygging, nútímavæðing og markaðssetning annarra flugvalla landsins. Við það fengist bætt nýting landsins alls með jafnari ágangi ferðamanna með aukningu millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði, auk þess sem alþjóðlegum öryggiskröfum um viðunandi varaflugvelli Keflavíkur yrði fullnægt. Við erum á undanþágu frá alþjóðareglum eins og staðan er í dag. Í raun er það rannsóknarefni hvernig uppbygging í Keflavík hefur fengið að fara fram án þess að skeytt sé um heildaráhrif hennar og að forsendur vaxtar Keflavíkurflugvallar séu fullbúnir varaflugvellir. Góði hirðirinn Ríkið verður að setja ISAVIA ohf. eigendastefnu sem miðar að því að félagið sinni rekstri, uppbyggingu og viðhaldi alls flugvallarkerfisins á eigin reikning, en bíði ekki eftir samþykki fjárlaga til að sjá hvort hægt sé að malbika flugbrautir, hanna aðflug eða tryggja á annan hátt öryggi. Á Norðurlöndunum er fyrirkomulagið þannig að stóru, tekjuskapandi flugvellirnir fjámagna hina vellina sem ekki hafa slíkar tekjustoðir, en lykilatriði er að þetta sé gert af sama félaginu, sem jafnframt tryggir öryggi allra flugvallanna. Lokaður klúbbur um rekstur verslunarmiðstöðvar á Reykjanesi er ekki einkamál starfsfólks og stjórnarmanna ISAVIA. Þótt vöxtur og fjölgun tengimöguleika um Keflavík sé jákvætt fyrir alla landsmenn, þá má það ekki gerast þannig að við pissum í skóinn okkar til langrar framtíðar og höldum áfram að sporðreisa landið með ríkisrekinni fákeppni. Þessi mál þarf að hugsa í áratugum en ekki ársfjórðungum. Þetta fé þarf hirði með staf. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður, framfarasinni og skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyrarflugvöllur Isavia Fréttir af flugi Rekstur hins opinbera Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. Millilandaflug hefur svo blessunarlega aukist og er nú komið til að vera um Akureyrarflugvöll. Þrátt fyrir góðan vilja var hins vegar fyrirséð frá byrjun að þessi viðbygging yrði of lítil, en Norðlendingar taka á móti sínu fólki erlendis frá í kulda og trekki utandyra, þar sem hvorki var gert ráð fyrir móttökusal, né innritunarsal sem annað gæti einni millilandavél og einni innanlandsvél á sama tíma. Þannig hríslast fólk í innritun og hittir svo fagnandi ástvini að fríi loknu úti á plani í hvaða veðri sem er, sem eins og allir vita er samt oftast ágætt fyrir norðan. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt um verklok á nýrri álmu á Keflavíkurflugvelli, er 30 milljarða framkvæmdum við þá byggingu var lokið og farþegum hleypt í dýrðina. Sú opnun var einn áfangi 150 milljarða uppbyggingaráætlunar ISAVIA í Keflavík. Þá varðar reyndar lítið um hvað er að gerast á öðrum flugvöllum á landinu, því þeir eru ekki á ábyrgð félagsins né efnahagsreikningi. Nú kunna sumir að hvá. Er ekki ISAVIA ábyrgt fyrir öllum flugvallarmannvirkjum á landinu? Jú, en samt ekki. Eins og það er ISAVIA ohf. er eingöngu með Keflavíkurflugvöll og mannvirki hans á sínum efnahagsreikningi. Allir aðrir flugvellir landsins eru á ríkisreikningnum og reknir með fé af fjárlögum. Dótturfélag ISAVIA, Isavia Innanlands ehf., sinnir starfrækslu þessara flugvalla allra samkvæmt sérstökum samningi við ríkissjóð, en fjárhæð þess samnings (ávallt of lítil) er ákveðin á fjárlögum hvers árs, að meðaltali 2,5 milljarðar á ári undanfarin ár. ISAVIA ohf., fyrirtæki í eigu skattgreiðanda sem er rekstrar- og umsjónaraðili Keflavíkurflugvallar, skilaði nálega 7,5 milljörðum króna í hagnað eftir skatt á undanförnum tveimur árum, eða sem svarar til heildarfjárhæðar sem notuð var til rekstrar og viðhalds allra annarra flugvalla á landinu s.l. 5 ár.Ástæða þess að ég sting niður penna er sú staðreynd að ISAVIA hefur boðað að það muni fara fram á aukið hlutafé árlega úr ríkissjóði næstu ár, til að geta haldið dampi með metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sína í Keflavík, meðan ekki er vikið orði eða aur að öðrum flugvöllum landsins, sem virðast mega éta það sem úti frýs, sem fyrr. Athyglisverð voru orð fráfarandi stjórnarformanns ISAVIA um að í ljósi ofangreindra áætlana væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að eigendafyrirsvar félagsins, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, kynni skil á nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags ISAVIA varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það þarf semsagt að segja ríkissjóði hvað stjórn og starfsmenn ríkisfyrirtækisins ætla að gera þannig að fjármálaráðherra opni veskið. Enginn heima? Það er jafnan svo að eigendur fyrirtækja móta stefnu og sjá til þess að stjórn og starfsfólk framfylgi vilja eigandans. Það er ekki svo hér. Þetta olígarkíska fyrirkomulag hefur náð að þroskast vegna þess að eigandi félagsins, ríkissjóður f.h. skattgreiðenda, hefur ekki sett félaginu skýra eigendastefnu um það hvernig málum þess og stefnu skuli háttað. Núverandi eigendastefna inniheldur ekkert um uppbyggingu og viðhald alls flugvallakerfisins, þmt aðflugsbúnaðar, flugbrauta og flugstöðva um land allt. Sorgleg skúraþyrping í Vatnsmýrinni ber þessu ekki fagurt vitni, en uppistaðan í flugstöðinni þar er frá síðari heimsstyrjöld og engum til sóma. Sömu sögu má segja um land allt, þar sem flugvellir hafa drabbast niður því viðhaldi mannvirkja er ekki sinnt og nauðsynlegar endurbætur hafa náðst seint og illa fram. Í millitíðinni er blásið í frekari uppbyggingaráform í Keflavík. Í ljósi þess að varaflugvellirnir á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík hafa ekki þróast á sama hraða og Keflvíkurflugvöllur, ætti forsenda frekari uppbyggingar og markaðssetningar Keflavíkur að vera uppbygging, nútímavæðing og markaðssetning annarra flugvalla landsins. Við það fengist bætt nýting landsins alls með jafnari ágangi ferðamanna með aukningu millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði, auk þess sem alþjóðlegum öryggiskröfum um viðunandi varaflugvelli Keflavíkur yrði fullnægt. Við erum á undanþágu frá alþjóðareglum eins og staðan er í dag. Í raun er það rannsóknarefni hvernig uppbygging í Keflavík hefur fengið að fara fram án þess að skeytt sé um heildaráhrif hennar og að forsendur vaxtar Keflavíkurflugvallar séu fullbúnir varaflugvellir. Góði hirðirinn Ríkið verður að setja ISAVIA ohf. eigendastefnu sem miðar að því að félagið sinni rekstri, uppbyggingu og viðhaldi alls flugvallarkerfisins á eigin reikning, en bíði ekki eftir samþykki fjárlaga til að sjá hvort hægt sé að malbika flugbrautir, hanna aðflug eða tryggja á annan hátt öryggi. Á Norðurlöndunum er fyrirkomulagið þannig að stóru, tekjuskapandi flugvellirnir fjámagna hina vellina sem ekki hafa slíkar tekjustoðir, en lykilatriði er að þetta sé gert af sama félaginu, sem jafnframt tryggir öryggi allra flugvallanna. Lokaður klúbbur um rekstur verslunarmiðstöðvar á Reykjanesi er ekki einkamál starfsfólks og stjórnarmanna ISAVIA. Þótt vöxtur og fjölgun tengimöguleika um Keflavík sé jákvætt fyrir alla landsmenn, þá má það ekki gerast þannig að við pissum í skóinn okkar til langrar framtíðar og höldum áfram að sporðreisa landið með ríkisrekinni fákeppni. Þessi mál þarf að hugsa í áratugum en ekki ársfjórðungum. Þetta fé þarf hirði með staf. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður, framfarasinni og skattgreiðandi
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar