„Okkar besti leikur á tímabilinu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. mars 2025 20:16 Ágúst Jóhannesson þjálfari Vals var helsáttur með leik sinna kvenna Vísir/Jón Gautur „Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce. „Varnarleikurinn var stórbrotinn og markvarslan sömuleiðis og það skapaði mjög mikið af hraðaupphlaupum fyrir okkur. Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleiknum, þar af tíu úr fyrstu, annarri og þriðju bylgju sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Svo var bara uppstilltur sóknarleikur góður, margar sem koma að borðinu þar og við gáfum fá tækifæri á okkur í hraðaupphlaupunum sem er þeirra aðalsmerki. Við náðum að skila boltanum vel frá okkur og komast til baka.“ „Heilt yfir þá var þetta frábær frammistaða hjá okkur og í rauninni slógum við bara öll vopn úr þeirra höndum strax í upphafi,“ sagði Ágúst hreykinn af sínu liði. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum, öll á gestina. Tvö þeirra voru sérstaklega ljót, en í bæði skiptin var rifið aftan í höndina á Elínu Rósu Magnúsdóttur. Ágúst var afar óánægður með þessi fantabrögð gestanna. „Ég var mjög óánægður með þessi brot, bara ljót brot. Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið viljaverk en þetta voru mjög ljót brot og eiga ekki að sjást inn á handboltavellinum. Elín Rósa var í rauninni hér á öðrum fætinum, búin að vera mikið meidd og hún spilaði frábærlega hérna og opnaði vörnina hvað eftir annað. Magnaður leikmaður, enda er hún að fara út í þýsku Bundesliguna eftir tímabilið, en hún auðvitað lenti í þessum brotum. Þetta á ekki að sjást á handboltavellinum.“ Í vikunni kallaði Ágúst eftir því að Valsmenn og almennir handboltaáhugamenn myndu fjölmenna á þennan leik enda um stærsta leik í sögu íslensk kvenna handbolta að hans sögn. Því ákalli var heldur betur svarað og var mætingin á Hlíðarenda afskaplega góð. „Ég er bara gríðarlega þakklátur og bara stoltur fyrir hönd kvennaboltans að við séum í fyrsta skipti komin með lið í úrslitaleik og þakklátur öllu þessu fólki sem mætti hérna. Þetta var bara stórkostlegt. Þetta eru heldur ekki bara Valsarar heldur fullt af almennum handboltaáhugamönnum og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég talaði um stærsti en nú er einn stærri eftir og það er úrslitaleikurinn og ég vona bara að það verði uppselt á þann leik. Við fáum bara hingað 1.600 manns og löndum þessum Evróputitli heim. Það er markmiðið okkar og það er bara þannig í þessu að þessir heimavellir geta skipt gríðarlega miklu máli og við förum alltaf út og spilum á stórum völlum þar sem eru kannski þúsund til tvö þúsund manns. Við vonandi fáum áfram sömu mætinguna og þá getum við í rauninni gert allt. Við getum klárað þetta spænska lið í lokin og sótt þennan titil sem við bara klárlega ætlum að gera,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Varnarleikurinn var stórbrotinn og markvarslan sömuleiðis og það skapaði mjög mikið af hraðaupphlaupum fyrir okkur. Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleiknum, þar af tíu úr fyrstu, annarri og þriðju bylgju sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Svo var bara uppstilltur sóknarleikur góður, margar sem koma að borðinu þar og við gáfum fá tækifæri á okkur í hraðaupphlaupunum sem er þeirra aðalsmerki. Við náðum að skila boltanum vel frá okkur og komast til baka.“ „Heilt yfir þá var þetta frábær frammistaða hjá okkur og í rauninni slógum við bara öll vopn úr þeirra höndum strax í upphafi,“ sagði Ágúst hreykinn af sínu liði. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum, öll á gestina. Tvö þeirra voru sérstaklega ljót, en í bæði skiptin var rifið aftan í höndina á Elínu Rósu Magnúsdóttur. Ágúst var afar óánægður með þessi fantabrögð gestanna. „Ég var mjög óánægður með þessi brot, bara ljót brot. Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið viljaverk en þetta voru mjög ljót brot og eiga ekki að sjást inn á handboltavellinum. Elín Rósa var í rauninni hér á öðrum fætinum, búin að vera mikið meidd og hún spilaði frábærlega hérna og opnaði vörnina hvað eftir annað. Magnaður leikmaður, enda er hún að fara út í þýsku Bundesliguna eftir tímabilið, en hún auðvitað lenti í þessum brotum. Þetta á ekki að sjást á handboltavellinum.“ Í vikunni kallaði Ágúst eftir því að Valsmenn og almennir handboltaáhugamenn myndu fjölmenna á þennan leik enda um stærsta leik í sögu íslensk kvenna handbolta að hans sögn. Því ákalli var heldur betur svarað og var mætingin á Hlíðarenda afskaplega góð. „Ég er bara gríðarlega þakklátur og bara stoltur fyrir hönd kvennaboltans að við séum í fyrsta skipti komin með lið í úrslitaleik og þakklátur öllu þessu fólki sem mætti hérna. Þetta var bara stórkostlegt. Þetta eru heldur ekki bara Valsarar heldur fullt af almennum handboltaáhugamönnum og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég talaði um stærsti en nú er einn stærri eftir og það er úrslitaleikurinn og ég vona bara að það verði uppselt á þann leik. Við fáum bara hingað 1.600 manns og löndum þessum Evróputitli heim. Það er markmiðið okkar og það er bara þannig í þessu að þessir heimavellir geta skipt gríðarlega miklu máli og við förum alltaf út og spilum á stórum völlum þar sem eru kannski þúsund til tvö þúsund manns. Við vonandi fáum áfram sömu mætinguna og þá getum við í rauninni gert allt. Við getum klárað þetta spænska lið í lokin og sótt þennan titil sem við bara klárlega ætlum að gera,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti