„Þetta er afnotagjald“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:37 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11
Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00