„Þetta er afnotagjald“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:37 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11
Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00