Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 09:00 Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega í tólf ár. getty/Andy Hone Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira