Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen og Gunnar Ásgrímsson skrifa 27. mars 2025 12:32 Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar