Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, frá í gær um notkun samfélagsþjónustu sem refsingarúrræði, vil ég koma á framfæri tillögu um stofnun nýrrar eftirlitsstofnunar, skilorðseftirlits ríkisins. Þessi tillaga er ætluð til að bæta réttarkerfið okkar og tryggja réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir alla þátttakendur. Afstaða, Vernd og Fangelsismálastofnun hafa rætt þessa hugmynd og stefna að því að kynna hana betur og útfæra fyrir Dómsmálaráðuneytið á næstunni. Skilorðseftirlit ríkisins myndi gegna lykilhlutverki í að veita dómurum umsagnir og upplýsingar um sakborninga og dómþola, sem þeir gætu nýtt við ákvarðanatöku um viðeigandi úrræði. Stofnunin myndi fylgjast með hegðun þeirra bæði í afplánun og á reynslutíma eftir afplánun, þar með talið í samfélagsþjónustu. Markmiðið er að dómstólar geti treyst á hlutlausa, ítarlega og faglega umsögn þegar þeir meta hvaða úrræði henti hverjum og einum. Með því að fylgjast með framvindu mála og veita dómurum reglulegar uppfærslur, getum við tryggt að þeir hafi nauðsynlegar upplýsingar til að dæma í samræmi við nýjustu stöðu hvers máls. Auk þess myndi slík stofnun auðvelda yfirfærslu einstaklinga frá fangelsi til samfélagsins með markvissri eftirfylgni, sem gæti dregið úr endurkomutíðni til fangelsa og stuðlað að betri endurhæfingu og samfélagsþátttöku. Með því að beita rafrænu eftirliti, eins og ökklaböndum, gætum við aukið eftirlit og öryggi á sama tíma og menn yrðu dæmdir í samfélagsþjónustu. Fulltrúar skilorðseftirlitsins yrðu samt alltaf til að aðstoða einstaklingana en ekki til að klekkja á þeim að Amerískri fyrirmynd. Það er vert að taka fram að starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem sér um samfélagsþjónustu er orðið afar sérhæft í því úrræði sem er mjög gott og árangursríkt tæki sem við verðum að virka vel. Það væri til dæmis gott ef það starfsfólk myndi Ég skora á ríkisstjórnina að íhuga alvarlega þessa tillögu um skilorðseftirlit ríkisins sem leið til að fylla í eyður sem núverandi kerfi hefur skilið eftir. Þetta er tækifæri til að styrkja réttarkerfið okkar og auka traust almennings til þess. Með því að bregðast við þessari þörf með skynsamlegum og framúrskarandi hætti getum við tryggt betri framtíð fyrir samfélagið. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar