Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2025 16:32 Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar