Púað á Butler í endurkomunni til Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Jimmy Butler átti erfitt uppdráttar á sínum gamla heimavelli. getty/Rich Storry Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira