Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:47 Hafdís Renötudóttir gjörsamlega hatar að tapa. Vísir/Diego Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti