Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2025 08:01 Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun