Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:02 Dereck Lively og Anthony Davis eru báðir meiddur og hjálpa því Dallas Mavericks ekkert þessa dagana. Þeir eru hins vegar ekki þeir einu á meiðslalistanum, langt frá því. Getty/Sam Hodde Fyrstu mánuðir ársins hafa verið hræðilegir fyrir NBA körfuboltalið Dallas Mavericks og það lítur út fyrir að hlutirnir gætu jafnvel orðið enn verri. Dallas kom öllum á óvörum á dögunum þegar félagið sendu frá sér sinn langbesta leikmenn Luka Doncic til Los Angeles Lakers. Þeir fengu í staðinn Anthony Davis sem meiddist strax og síðan hefur stjörnuleikmaðurinn Kyre Irving slitið krossband og fjöldi leikmanna meiðst. Þjálfarinn Jason Kidd talaði um það eftir einn leik á dögunum að hann gat ekki skipt manni inn á völlinn, af því hann var bara með sjö leikmenn og tveir þeirra voru í meðhöndlun fyrir utan völlinn. Bobby Marks á ESPN fjallar um ástandið í herbúðum Dallas Mavericks og slær því upp að Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki vegna allra þessa meiddu manna og að launaþakið hindri félagið í að sækja nýja leikmenn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Danté Exum er nýjasta fórnarlambið eftir að handarbrotnaði í leik á móti Houston. Hann bætist á meiðslalistann þar sem fyrir eru meðal annars Anthony Davis, Dereck Lively, Kyrie Irving, Daniel Gafford, Olivier-Maxence Prosper og Jaden Hardy. Dallas kom sér líka í erfið mál með því að fá Klay Thompson í skiptum við Golden State Warriors og með nýjum samningi við Naji Marshall. Með því fór liðið það langt yfir mörkin á launaþakinu að það kemur í veg fyrir að liðið geti auðveldlega samið við leikmenn til að fylla í skörðin. Dallas getur næst fengið tækifæri til semja við leikmann 10. apríl næstkomandi en hafa ekki mikinn lausan pening til að semja við menn. Það flækir málið er að liðið er að nota tvo leikmenn sem eru með tvíhliða samning við Dallas Mavericks og G-deildarliðið Texas Legends en mega bara leika ákveðið marga leiki. Þeir eru að klára þann kvóta. Lendi Dallas í því að vera með færri en átta heila leikmenn á lista þá gætu þeir þurft að gefa leiki í NBA deildinni. Átta leikmenn eru lágmarkið til að á að hefja leik. Hver meiðsli í viðbót við þau sem eru nú þegar hjá hópnum gera síðan þetta að enn stærra vandamáli. Það má sjá umfjöllun Bobby Marks hér fyrir neðan þar sem hann fer yfir þessa svakalegu stöðu hjá Dallas Mavericks. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=xm0AFPmco6A">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Dallas kom öllum á óvörum á dögunum þegar félagið sendu frá sér sinn langbesta leikmenn Luka Doncic til Los Angeles Lakers. Þeir fengu í staðinn Anthony Davis sem meiddist strax og síðan hefur stjörnuleikmaðurinn Kyre Irving slitið krossband og fjöldi leikmanna meiðst. Þjálfarinn Jason Kidd talaði um það eftir einn leik á dögunum að hann gat ekki skipt manni inn á völlinn, af því hann var bara með sjö leikmenn og tveir þeirra voru í meðhöndlun fyrir utan völlinn. Bobby Marks á ESPN fjallar um ástandið í herbúðum Dallas Mavericks og slær því upp að Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki vegna allra þessa meiddu manna og að launaþakið hindri félagið í að sækja nýja leikmenn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Danté Exum er nýjasta fórnarlambið eftir að handarbrotnaði í leik á móti Houston. Hann bætist á meiðslalistann þar sem fyrir eru meðal annars Anthony Davis, Dereck Lively, Kyrie Irving, Daniel Gafford, Olivier-Maxence Prosper og Jaden Hardy. Dallas kom sér líka í erfið mál með því að fá Klay Thompson í skiptum við Golden State Warriors og með nýjum samningi við Naji Marshall. Með því fór liðið það langt yfir mörkin á launaþakinu að það kemur í veg fyrir að liðið geti auðveldlega samið við leikmenn til að fylla í skörðin. Dallas getur næst fengið tækifæri til semja við leikmann 10. apríl næstkomandi en hafa ekki mikinn lausan pening til að semja við menn. Það flækir málið er að liðið er að nota tvo leikmenn sem eru með tvíhliða samning við Dallas Mavericks og G-deildarliðið Texas Legends en mega bara leika ákveðið marga leiki. Þeir eru að klára þann kvóta. Lendi Dallas í því að vera með færri en átta heila leikmenn á lista þá gætu þeir þurft að gefa leiki í NBA deildinni. Átta leikmenn eru lágmarkið til að á að hefja leik. Hver meiðsli í viðbót við þau sem eru nú þegar hjá hópnum gera síðan þetta að enn stærra vandamáli. Það má sjá umfjöllun Bobby Marks hér fyrir neðan þar sem hann fer yfir þessa svakalegu stöðu hjá Dallas Mavericks. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=xm0AFPmco6A">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira