„Engin draumastaða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 09:32 Gunnar Magnússon tekur við Haukum í sumar. Hann mun að líkindum mæta þeim í úrslitakeppninni með Aftureldingu í vor. Vísir/Lýður Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Sjá meira
Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti