Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2025 15:32 Donald Trump kom fyrir í lýsingu frá spennandi leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. ap/pool Afar sérstök ummæli féllu í lýsingu frá leik í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, um Ísland og Donald Trump. Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira