Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:33 Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar