Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:33 Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun