Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 09:30 Elín Rósa klárar vorið með Valskonum og heldur svo utan. Vísir/Bjarni „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. „Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum. Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
„Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum.
Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira