Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar 10. mars 2025 09:02 Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun