Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:32 Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun