Bjóðum íslenskuna fram Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. mars 2025 09:32 Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum ávallt verið talin gestrisin þjóð, tökum vel á móti fólki og leggjum okkur fram við að sýna okkar bestu hliðar og draga fram úr búrinu þau bestu föng sem völ er á. Það fáum við að heyra frá þeim sem sækja okkur heim, erlendir gestir flykkjast hingað og dásama þjóð og land. Nýlega fór íbúatalan hér á landi yfir 400 þúsund og þar af eru 80 þúsund með erlent ríkisfang eða um 20%. Um síðustu aldarmót bjuggu á Íslandi 280 þúsund manns og aðeins örfá prósent af erlendu þjóðerni. Við getum með sanni sagt að Ísland hafi aðdráttarafl og sé samkeppnishæft land sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Það er ánægjuefni enda erum við þjóð meðal þjóða og viljum búa í frjálsu landi og teljum að fjölmenning auðgi bæði mannlíf og atvinnulíf hér á landi. Það sem við höfum upp á að bjóða er fallegt land, heilbrigt samfélag, öflugt velferðar- og menntakerfi, falleg náttúra og svo er það íslenskan. Berum íslenskuna á borð Það að flytja til annars lands í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í gestrisni þjóðarsálarinnar og verið fljótir að svara gestum og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfærð um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða það fram. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Íslenskan gegnir veigamiklu samfélagslegu hlutverki og því mikilvægt að allir íbúar landsins hafi tækifæri til að geta tjáð sig á henni, því umræða og þjóðmál eru að mestu leyti á íslensku. Það er því á ábyrgð okkar sem kunnum tungumálið og okkar sem lifum í þessu málumhverfi að miðla málinu til nýbúa sem eru að fóta sig í samfélaginu. Almannakennari Við verðum að axla ábyrgð, við erum öll almennakennarar. Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika og fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennarar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslenskunnar. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns ! Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun