GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 10:02 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon GÖZ-uðu um leik Tindastóls og Keflavíkur. stöð 2 sport Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira