Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. mars 2025 13:02 Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Hælisleitendur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar