NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 11:28 Luka Dončić er körfuboltastjarna á heimsmælikvarða og hjá Los Angeles Lakers spilar hann með Lebron James. Vísir/Getty NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira