Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. mars 2025 06:32 Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Píratar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun