Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. mars 2025 06:32 Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Píratar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun