Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar