Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun