Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:32 Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar