Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 14:06 Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra. HSÍ Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað.
Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira