„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Hinrik Wöhler skrifar 27. febrúar 2025 20:30 Lena Margrét Valdimarsdóttir brýtur sér leið í gegnum vörn Vals. Vísir/Vilhelm Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum. Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum.
Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira