Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun