Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun