Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun