Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 17:32 Shaquille O'Neal og Kenny Smith fögnuðu með Jaren Barajas eftir að hann sigraði Damian Lillard í skotkeppni. getty/Thearon W. Henderson Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren. NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren.
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira