Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 17:32 Shaquille O'Neal og Kenny Smith fögnuðu með Jaren Barajas eftir að hann sigraði Damian Lillard í skotkeppni. getty/Thearon W. Henderson Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira