Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:01 Reglur gilda um áfasta tappa á drykkjarvörum innan Evrópu. Getty Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar. Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem falla undir málefnasvið Jóhanns Páls Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á aðeins við um umbúðir undir þrjá lítra eða minna Við lögin bætist ný málsgrein samkvæmt frumvarpinu þar sem kveðið er á um að tilteknar einnota plastvörur sem eru með tappa eða lok úr plasti verði einungis heimilt að setja á markað á Íslandi ef tappar og lok eru áfram föst við vörurnar á meðan fyrirhuguð notkun þeirra stendur yfir. Undir lögin falli „drykkjarílát að rúmmáli allt að þremur lítrum sem eru notuð undir vökva, þ.m.t. tappar þeirra og lok, svo sem flöskur fyrir drykkjarvörur og samsettar umbúðir fyrir drykkjarvörur. Ákvæði þetta tekur ekki til bolla og glasa fyrir drykkjarvörur, drykkjaríláta úr gleri eða málmi sem eru með tappa eða lok úr plasti, drykkjaríláta sem eru ætluð fyrir og notuð undir matvæli sem eru í vökvaformi og notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi eða til tappa eða loka úr málmi sem eru með innsigli úr plasti,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Ákvæðinu er ætlað að vera tæmandi listi yfir það hvaða tegundir af vörum falla undir reglurnar og er áréttað í frumvarpinu að ekki sé lagt til að ákvæðið verði útfært nánar með reglugerð. „Breytingin mun leiða til þess að tappar og lok á algengum neysluvörum á íslenskum markaði þurfa að vera áföst vörunum á meðan eðlilegri notkun þeirra stendur. Þetta á að koma í veg fyrir að lausir tappar og lok verði viðskila við vörurnar og geti endað úti í umhverfinu,“ segir ennfremur um efni frumvarpsins. Umhverfissjónarmið liggja að baki en markmið laganna er að draga úr magni plasts sem losnar út í umhverfið og áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks. Frá 2023 hafa íslenskir neytendur fengið að kynnast áföstum töppum og sitt sýnist hverjum. Þannig var málið tekið fyrir í áramótaskaupi Rúv þar sem grínast var með þann vandræðagang sem neytendur geta lent í með tappana áföstu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fór með hlutverk konu í Áramótaskaupinu sem lenti í stökustu vandræðum með að opna vatnsflösku.skjáskot/Rúv Líkt og áður segir felur breytingin í sér innleiðingu í gegnum EES-samninginn á ákvæði Evróputilskipunar frá 2019. Nái breytingin fram að ganga verður hún til þess að krafa um áfasta tappa og lok verður sú sama hér á landi og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða „hreint innleiðingarfrumvarp sem felur einungis í sér þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að innleiða þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr.“ líkt og áréttað er í frumvarpinu. Umhverfismál Alþingi Evrópusambandið Neytendur Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem falla undir málefnasvið Jóhanns Páls Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á aðeins við um umbúðir undir þrjá lítra eða minna Við lögin bætist ný málsgrein samkvæmt frumvarpinu þar sem kveðið er á um að tilteknar einnota plastvörur sem eru með tappa eða lok úr plasti verði einungis heimilt að setja á markað á Íslandi ef tappar og lok eru áfram föst við vörurnar á meðan fyrirhuguð notkun þeirra stendur yfir. Undir lögin falli „drykkjarílát að rúmmáli allt að þremur lítrum sem eru notuð undir vökva, þ.m.t. tappar þeirra og lok, svo sem flöskur fyrir drykkjarvörur og samsettar umbúðir fyrir drykkjarvörur. Ákvæði þetta tekur ekki til bolla og glasa fyrir drykkjarvörur, drykkjaríláta úr gleri eða málmi sem eru með tappa eða lok úr plasti, drykkjaríláta sem eru ætluð fyrir og notuð undir matvæli sem eru í vökvaformi og notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi eða til tappa eða loka úr málmi sem eru með innsigli úr plasti,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Ákvæðinu er ætlað að vera tæmandi listi yfir það hvaða tegundir af vörum falla undir reglurnar og er áréttað í frumvarpinu að ekki sé lagt til að ákvæðið verði útfært nánar með reglugerð. „Breytingin mun leiða til þess að tappar og lok á algengum neysluvörum á íslenskum markaði þurfa að vera áföst vörunum á meðan eðlilegri notkun þeirra stendur. Þetta á að koma í veg fyrir að lausir tappar og lok verði viðskila við vörurnar og geti endað úti í umhverfinu,“ segir ennfremur um efni frumvarpsins. Umhverfissjónarmið liggja að baki en markmið laganna er að draga úr magni plasts sem losnar út í umhverfið og áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks. Frá 2023 hafa íslenskir neytendur fengið að kynnast áföstum töppum og sitt sýnist hverjum. Þannig var málið tekið fyrir í áramótaskaupi Rúv þar sem grínast var með þann vandræðagang sem neytendur geta lent í með tappana áföstu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fór með hlutverk konu í Áramótaskaupinu sem lenti í stökustu vandræðum með að opna vatnsflösku.skjáskot/Rúv Líkt og áður segir felur breytingin í sér innleiðingu í gegnum EES-samninginn á ákvæði Evróputilskipunar frá 2019. Nái breytingin fram að ganga verður hún til þess að krafa um áfasta tappa og lok verður sú sama hér á landi og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða „hreint innleiðingarfrumvarp sem felur einungis í sér þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að innleiða þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr.“ líkt og áréttað er í frumvarpinu.
Umhverfismál Alþingi Evrópusambandið Neytendur Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira