Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2025 12:02 Lilja Björk segir grundvöll fyrir verðtryggingu ekki jafn mikinn og áður. Vísir/Vilhelm Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. Landsbankinn tilkynnti í morgun að aðeins fyrstu kaupendur geti nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú veitt til tuttugu ára en ekki fjörutíu og verða á föstum vöxtum út lánstímann. Þá verður hætt að hafa sérstök grunnlán auk viðbótarlána á hærri kjörum og verða íbúðalán fram eftir í einu láni. Hæstiréttur dæmdi á dögunum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Bankar og lánastofnanir hafa síðan verið að endurskoða lánakjör. „Eftir niðurstöðu Hæstaréttar fórum við í að endurskoða lánaskilmálana. Við viljum vera samkeppnishæf í lánum og geta boðið okkar bestu kjör til viðskiptavina. Það var ljóst í kjölfar dómsins að við urðum að breyta skilmálum á nýjum lánum til að endurspegla það sem kom fram í dómi Hæstaréttar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Bestu vextirnir á föstum óverðtryggðum lánum Í boði verður hjá Landsbankanum að festa vexti óverðtryggða íbúðalána til eins árs en áður var aðeins hægt að festa þá í þrjú eða fimm ár. Lægri vextir verða á lánum fyrir lægra veðsettum fasteignum og þeir lægstu verða 8,15 prósent. „Bestu vextirnir okkar eru í raun fastir vextir. Þess vegna erum við að bjóða að festa vexti í eitt ár, sem eru lægri en óverðtryggðir breytilegir vextir eru í dag,“ segir Lilja. „Það sem dómurinn fjallar um er að það verður að vera fyrirsjáanleiki í verðlagningu og þegar við erum að verðleggja lán til fjörutíu ára, það er að segja eftir að fastvaxtatímabili lýkur getur fólk annað hvort fest vexti aftur eða þá taka við vextir sem eru óbreyttir út lánstímann. Það er að segja með breytilegum grunni stýrivaxta Seðlabankans en föstu vaxtaálagi.“ Minni grundvöllur fyrir verðtryggingu Er verðtryggingin á útleið? „Maður sér ekki alveg jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggðum lánum. Við höfum verið að bjóða breytileg verðtryggð lán og núna verðum við að sjá hvernig þau mál þróast núna fyrir dómstólum,“ segir Lilja en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim og voru gegn Íslandsbanka. Breytingin hefur engin áhrif á þá sem eru núna með lán hjá bankanum. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að breytingin geri það að verkum að fólk geti ekki endurfjármagnað eða keypt nýtt húsnæði, þar sem þeir uppfylli ekki skilyrði Seðlabankans um greiðslubyrgðarhlutfall á óverðtryggðu láni. „Ég á ekki von á því að þessi breyting hafi þau áhrif að fólk festist í húsnæði eða geti ekki stækkað við sig. Það er vissulega breyting að það sé mun minna framboð af verðtryggðum lánum en ég vona að þetta verði til þess að það verði hægt að lækka stýrivexti hraðar. Það mun þá skila sér mjög hratt til lántaka,“ segir Lilja. Er þetta gott fyrir neytandann? „Við erum að reyna eins vel og við getum og bjóða eins góða vexti, okkar bestu vexti. Við verðum á tánum áfram gagnvart því að bjóða íbúðalán sem fólki hentar. Við getum ekki breytt stýrivöxtunum, það er það eina sem við getum ekki breytt.“ Landsbankinn Vaxtamálið Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Lánamál Tengdar fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. 24. október 2025 08:23 Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. 23. október 2025 19:35 Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. 23. október 2025 13:40 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti í morgun að aðeins fyrstu kaupendur geti nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú veitt til tuttugu ára en ekki fjörutíu og verða á föstum vöxtum út lánstímann. Þá verður hætt að hafa sérstök grunnlán auk viðbótarlána á hærri kjörum og verða íbúðalán fram eftir í einu láni. Hæstiréttur dæmdi á dögunum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Bankar og lánastofnanir hafa síðan verið að endurskoða lánakjör. „Eftir niðurstöðu Hæstaréttar fórum við í að endurskoða lánaskilmálana. Við viljum vera samkeppnishæf í lánum og geta boðið okkar bestu kjör til viðskiptavina. Það var ljóst í kjölfar dómsins að við urðum að breyta skilmálum á nýjum lánum til að endurspegla það sem kom fram í dómi Hæstaréttar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Bestu vextirnir á föstum óverðtryggðum lánum Í boði verður hjá Landsbankanum að festa vexti óverðtryggða íbúðalána til eins árs en áður var aðeins hægt að festa þá í þrjú eða fimm ár. Lægri vextir verða á lánum fyrir lægra veðsettum fasteignum og þeir lægstu verða 8,15 prósent. „Bestu vextirnir okkar eru í raun fastir vextir. Þess vegna erum við að bjóða að festa vexti í eitt ár, sem eru lægri en óverðtryggðir breytilegir vextir eru í dag,“ segir Lilja. „Það sem dómurinn fjallar um er að það verður að vera fyrirsjáanleiki í verðlagningu og þegar við erum að verðleggja lán til fjörutíu ára, það er að segja eftir að fastvaxtatímabili lýkur getur fólk annað hvort fest vexti aftur eða þá taka við vextir sem eru óbreyttir út lánstímann. Það er að segja með breytilegum grunni stýrivaxta Seðlabankans en föstu vaxtaálagi.“ Minni grundvöllur fyrir verðtryggingu Er verðtryggingin á útleið? „Maður sér ekki alveg jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggðum lánum. Við höfum verið að bjóða breytileg verðtryggð lán og núna verðum við að sjá hvernig þau mál þróast núna fyrir dómstólum,“ segir Lilja en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim og voru gegn Íslandsbanka. Breytingin hefur engin áhrif á þá sem eru núna með lán hjá bankanum. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að breytingin geri það að verkum að fólk geti ekki endurfjármagnað eða keypt nýtt húsnæði, þar sem þeir uppfylli ekki skilyrði Seðlabankans um greiðslubyrgðarhlutfall á óverðtryggðu láni. „Ég á ekki von á því að þessi breyting hafi þau áhrif að fólk festist í húsnæði eða geti ekki stækkað við sig. Það er vissulega breyting að það sé mun minna framboð af verðtryggðum lánum en ég vona að þetta verði til þess að það verði hægt að lækka stýrivexti hraðar. Það mun þá skila sér mjög hratt til lántaka,“ segir Lilja. Er þetta gott fyrir neytandann? „Við erum að reyna eins vel og við getum og bjóða eins góða vexti, okkar bestu vexti. Við verðum á tánum áfram gagnvart því að bjóða íbúðalán sem fólki hentar. Við getum ekki breytt stýrivöxtunum, það er það eina sem við getum ekki breytt.“
Landsbankinn Vaxtamálið Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Lánamál Tengdar fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. 24. október 2025 08:23 Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. 23. október 2025 19:35 Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. 23. október 2025 13:40 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. 24. október 2025 08:23
Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. 23. október 2025 19:35
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. 23. október 2025 13:40