Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:33 Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Nú eins og oft áður byggir umfjöllun FA á rangfærslum þar sem ítarleg grein er gerð fyrir sjónarmiðum félagsins en horft framhjá staðreyndum málsins sem liggja þó fyrir opinberlega enda hefur Danól ehf., félagsmaður FA, tapað dómsmálum fyrir héraðsdómi og Landsrétti en heldur samt áfram að þrýsta á stjórnvöld um að breyta tollflokkun pizzaosts í andstöðu við niðurstöður íslenskra dómstóla. Verður nú rakið enn og aftur hverjar staðreyndir málsins eru enda verður þeim ekki breytt. Dómar íslenskra dómstóla um tollflokkun pítsaosts Í júlí 2021 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu þar sem deilt var um hvort að flokka ætti pizzaost, sem Danól ehf. hafði flutt inn, í 4. kafla tollskrár eða 21. kafla tollskrár. Á þessum tveimur köflum tollskrár er grundvallarmunur vegna þess að ef pizzaosturinn er flokkaður í 4. kafla þá ber hann 30% auk tæplega 800 kr tolls á hvert kíló en vörur sem flokkaðar eru sem jurtaostur bera enga tolla. Danól ehf. tapaði málinu og áfrýjaði til Landsréttar. Í febrúar 2022 staðfesti Landsréttur þennan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur – m.ö.o. Danól ehf. tapaði málinu aftur. Félagið sótti nú um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en Hæstiréttur hafnaði beiðni um áfrýjun í mars 2022 enda var ekki séð, að mati Hæstaréttar, að „dómur Landsréttar [væri] bersýnilega rangur að efni til“. En Danól ehf. var ekki hætt og óskaði nú eftir að dómur Landsréttar yrði endurupptekinn af hálfu Endurupptökudóms. Þeirri beiðni var hafnað í desember 2023. Á meðan rekstri þessara mála hefur staðið hefur FA haldið því ítrekað fram að fulltrúar kúabænda hafi þrýst á stjórnvöld að tollflokka pizzaostinn í 4. kafla tollskrár. Þetta er rangt – það eina sem fulltrúar kúabænda gerðu á sínum tíma var að benda á að íslenska ríkið hefði gefið út svokallað bindandi álit um að flokka ætti pizzaostinn í 4. kafla tollskrár. Samkvæmt tollalögum er íslenska ríkið skuldbundið til að virða sín eigin bindandi álit. FA kýs að horfa framhjá þessum staðreyndum málsins. Þessu til viðbótar hafa lögmenn Danóls ehf. haldið því fram að gögnum hafi verið leynt fyrir dómstólum þessa lands en dómstólar landsins vísað þeim málatilbúnaði á bug. FA kýs að horfa framhjá þessum staðreyndum málsins. Um þátt Alþjóðatollastofnunarinnar Næstu skref í málinu urðu þau að framkvæmdastjórn ESB fór með málið til Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO). Í mars 2023 komst WCO vissulega að annarri niðurstöðu um tollflokkunina, en það var á grundvelli atkvæðagreiðslu sérstakrar nefndar sem er ekki skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt reglum WCO sjálfs er Ísland ekki skuldbundið til að fylgja þessari niðurstöðu þegar íslenskir dómstólar hafa þegar tekið málið til efnislegrar úrlausnar og komist að annarri niðurstöðu. Í þeim tilvikum þarf að senda tilkynningu um slíkt og er þá málinu lokið. Það hefur t.d. ESB gert í fjölmörg skipti þegar ályktun WCO braut gegn niðurstöðu Evrópudómstólsins. Í mars 2024 sendi Skatturinn tilkynningu til WCO um að Ísland myndi tollflokka umræddan ost í 4. kafla tollskrá, sem tekur m.a. til hvers kyns osta. Þar með var málinu lokið gagnvart WCO og engin lagaleg nauðsyn né skuldbindingar að þjóðarrétti standa til að breyta tollflokkuninni aftur vegna niðurstöðu WCO frá mars 2023. Enn og aftur er ekkert fjallað um þetta af hálfu FA enda hentar það ekki félagsmanni þess. Listi ESB um viðskiptahindranir Í grein FA kemur fram að Ísland hafi verið sett á „viðskiptahindranalista ESB“. Fullyrðingar FA um að Ísland hafi verið sett á viðskiptahindranalistann vegna ólögmætrar tollflokkunar eru settar fram á villandi hátt. Skilgreining ESB á viðskiptahindrunum er pólitískt mótuð að teknu tilliti til hagsmuna þess og hefur ekki formlega lagalega þýðingu gagnvart EES-samningnum. En hverjir eru á þessu lista? Á þessum lista eru t.d. tvö EFTA lönd, Noregur og Sviss. Auk þeirra eru eftirfarandi lönd á listanum en þessi upptalning er ekki tæmandi talin: Argentína, Alsír, Armenía, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Egyptaland, Hong Kong, Indland, Indónesía, Írak, Íran, Ísrael, Japan, Jórdanía, Kanada, Kína, Kólombía, Kúveit, Marokkó, Mexíkó, Nepal, Stóra-Bretland, Suður-Kórea, Taíland, Taívan, Túnis, Tyrkland, Víetnam og nú síðast Ísland. Er eitthvað tiltökumál að vera á þessum lista ef a.m.k. 5-10% af mjólkurframleiðslu landsins er undir? Í þessu sambandi kann sú spurning að rísa hvort að það hafi einhver neikvæð áhrif að vera á þessum lista. Tökum dæmi. Noregur hefur verið á viðskiptahindranalista ESB í að minnsta kosti 12 ár eftir að hafa hækkað tolla á osta í 277% án þess að það hafi haft neinar raunverulegar afleiðingar fyrir viðskipti landsins við ESB. Slíkir listar eru fyrst og fremst tæki til að beita pólitískum þrýstingi en hafa ekki sjálfkrafa í för með sér neinar lagalegar skuldbindingar eða efnahagslegar afleiðingar. Það að Ísland hafi verið sett á þennan lista er því fyrst og fremst táknrænt og felur ekki í sér raunverulegan viðskiptalegan skaða. Rangar fullyrðingar um álit Skattsins Í grein FA og annarri opinberri umfjöllun hefur því verið haldið fram að farið hafi verið gegn áliti tollflokkunarsérfræðinga Skattsins vegna tollflokkunar pizzaostsins. Er þessu haldið ítrekað fram og er sérstaklega alvarlegt að teknu tilliti til þess að Danól ehf. hélt þessu m.a. fram í dómsmálum sem félagið hefur tapað, bæði fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti. Er með öllu óskiljanlegt að þessu skuli ítrekað haldið fram þegar það liggja fyrir skýr gögn um annað. Þannig hefur Skatturinn aldrei gefið út neitt bindandi álit um annað en að pizzaosturinn eigi að flokkast sem ostur samkvæmt vörulið 0406 í tollskránni. Fullyrðingar FA um annað eru rangar og villandi og til þess fallnar að grafa undan lögmætri stjórnsýsluákvörðun sem hefur verið staðfest af Skattinum, yfirskattanefnd og síðast en ekki síst íslenskum dómstólum. Tvískinnungur Félags atvinnurekenda Það er áhyggjuefni hvernig FA stillir sér upp sem talsmaður réttlætis og lögmætis í þessu máli, þegar staðreyndir málsins benda til annars. Félagið hefur kosið að líta framhjá dómum íslenskra dómstóla og reynir að þrýsta á stjórnvöld að taka ákvarðanir sem þjóna útflutningshagsmunum ESB fremur en íslenskum hagsmunum framleiðenda búvara. Það er sérkennilegt að félag sem á að gæta hagsmuna íslenskra atvinnurekenda virðist standa með stórfyrirtækjum ESB frekar en íslenskum reglum og lagaumhverfi. Það væri stórhættulegt fordæmi ef Ísland ætlaði sér að breyta tollskrá og stjórnvaldsákvörðunum einungis til að þóknast þrýstingi erlendra hagsmunaaðila í stað þess að fylgja eigin lögum og dómstólum. Þessi framganga FA gefur ástæðu til að spyrja: Hvaða hagsmuni eru þeir raunverulega að verja? Eru það íslensk fyrirtæki og neytendur – eða stórfyrirtæki sem vilja fá sérmeðferð í gegnum pólitískan þrýsting? Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Skattar og tollar Evrópusambandið Neytendur Erna Bjarnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Nú eins og oft áður byggir umfjöllun FA á rangfærslum þar sem ítarleg grein er gerð fyrir sjónarmiðum félagsins en horft framhjá staðreyndum málsins sem liggja þó fyrir opinberlega enda hefur Danól ehf., félagsmaður FA, tapað dómsmálum fyrir héraðsdómi og Landsrétti en heldur samt áfram að þrýsta á stjórnvöld um að breyta tollflokkun pizzaosts í andstöðu við niðurstöður íslenskra dómstóla. Verður nú rakið enn og aftur hverjar staðreyndir málsins eru enda verður þeim ekki breytt. Dómar íslenskra dómstóla um tollflokkun pítsaosts Í júlí 2021 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu þar sem deilt var um hvort að flokka ætti pizzaost, sem Danól ehf. hafði flutt inn, í 4. kafla tollskrár eða 21. kafla tollskrár. Á þessum tveimur köflum tollskrár er grundvallarmunur vegna þess að ef pizzaosturinn er flokkaður í 4. kafla þá ber hann 30% auk tæplega 800 kr tolls á hvert kíló en vörur sem flokkaðar eru sem jurtaostur bera enga tolla. Danól ehf. tapaði málinu og áfrýjaði til Landsréttar. Í febrúar 2022 staðfesti Landsréttur þennan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur – m.ö.o. Danól ehf. tapaði málinu aftur. Félagið sótti nú um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en Hæstiréttur hafnaði beiðni um áfrýjun í mars 2022 enda var ekki séð, að mati Hæstaréttar, að „dómur Landsréttar [væri] bersýnilega rangur að efni til“. En Danól ehf. var ekki hætt og óskaði nú eftir að dómur Landsréttar yrði endurupptekinn af hálfu Endurupptökudóms. Þeirri beiðni var hafnað í desember 2023. Á meðan rekstri þessara mála hefur staðið hefur FA haldið því ítrekað fram að fulltrúar kúabænda hafi þrýst á stjórnvöld að tollflokka pizzaostinn í 4. kafla tollskrár. Þetta er rangt – það eina sem fulltrúar kúabænda gerðu á sínum tíma var að benda á að íslenska ríkið hefði gefið út svokallað bindandi álit um að flokka ætti pizzaostinn í 4. kafla tollskrár. Samkvæmt tollalögum er íslenska ríkið skuldbundið til að virða sín eigin bindandi álit. FA kýs að horfa framhjá þessum staðreyndum málsins. Þessu til viðbótar hafa lögmenn Danóls ehf. haldið því fram að gögnum hafi verið leynt fyrir dómstólum þessa lands en dómstólar landsins vísað þeim málatilbúnaði á bug. FA kýs að horfa framhjá þessum staðreyndum málsins. Um þátt Alþjóðatollastofnunarinnar Næstu skref í málinu urðu þau að framkvæmdastjórn ESB fór með málið til Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO). Í mars 2023 komst WCO vissulega að annarri niðurstöðu um tollflokkunina, en það var á grundvelli atkvæðagreiðslu sérstakrar nefndar sem er ekki skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt reglum WCO sjálfs er Ísland ekki skuldbundið til að fylgja þessari niðurstöðu þegar íslenskir dómstólar hafa þegar tekið málið til efnislegrar úrlausnar og komist að annarri niðurstöðu. Í þeim tilvikum þarf að senda tilkynningu um slíkt og er þá málinu lokið. Það hefur t.d. ESB gert í fjölmörg skipti þegar ályktun WCO braut gegn niðurstöðu Evrópudómstólsins. Í mars 2024 sendi Skatturinn tilkynningu til WCO um að Ísland myndi tollflokka umræddan ost í 4. kafla tollskrá, sem tekur m.a. til hvers kyns osta. Þar með var málinu lokið gagnvart WCO og engin lagaleg nauðsyn né skuldbindingar að þjóðarrétti standa til að breyta tollflokkuninni aftur vegna niðurstöðu WCO frá mars 2023. Enn og aftur er ekkert fjallað um þetta af hálfu FA enda hentar það ekki félagsmanni þess. Listi ESB um viðskiptahindranir Í grein FA kemur fram að Ísland hafi verið sett á „viðskiptahindranalista ESB“. Fullyrðingar FA um að Ísland hafi verið sett á viðskiptahindranalistann vegna ólögmætrar tollflokkunar eru settar fram á villandi hátt. Skilgreining ESB á viðskiptahindrunum er pólitískt mótuð að teknu tilliti til hagsmuna þess og hefur ekki formlega lagalega þýðingu gagnvart EES-samningnum. En hverjir eru á þessu lista? Á þessum lista eru t.d. tvö EFTA lönd, Noregur og Sviss. Auk þeirra eru eftirfarandi lönd á listanum en þessi upptalning er ekki tæmandi talin: Argentína, Alsír, Armenía, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Egyptaland, Hong Kong, Indland, Indónesía, Írak, Íran, Ísrael, Japan, Jórdanía, Kanada, Kína, Kólombía, Kúveit, Marokkó, Mexíkó, Nepal, Stóra-Bretland, Suður-Kórea, Taíland, Taívan, Túnis, Tyrkland, Víetnam og nú síðast Ísland. Er eitthvað tiltökumál að vera á þessum lista ef a.m.k. 5-10% af mjólkurframleiðslu landsins er undir? Í þessu sambandi kann sú spurning að rísa hvort að það hafi einhver neikvæð áhrif að vera á þessum lista. Tökum dæmi. Noregur hefur verið á viðskiptahindranalista ESB í að minnsta kosti 12 ár eftir að hafa hækkað tolla á osta í 277% án þess að það hafi haft neinar raunverulegar afleiðingar fyrir viðskipti landsins við ESB. Slíkir listar eru fyrst og fremst tæki til að beita pólitískum þrýstingi en hafa ekki sjálfkrafa í för með sér neinar lagalegar skuldbindingar eða efnahagslegar afleiðingar. Það að Ísland hafi verið sett á þennan lista er því fyrst og fremst táknrænt og felur ekki í sér raunverulegan viðskiptalegan skaða. Rangar fullyrðingar um álit Skattsins Í grein FA og annarri opinberri umfjöllun hefur því verið haldið fram að farið hafi verið gegn áliti tollflokkunarsérfræðinga Skattsins vegna tollflokkunar pizzaostsins. Er þessu haldið ítrekað fram og er sérstaklega alvarlegt að teknu tilliti til þess að Danól ehf. hélt þessu m.a. fram í dómsmálum sem félagið hefur tapað, bæði fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti. Er með öllu óskiljanlegt að þessu skuli ítrekað haldið fram þegar það liggja fyrir skýr gögn um annað. Þannig hefur Skatturinn aldrei gefið út neitt bindandi álit um annað en að pizzaosturinn eigi að flokkast sem ostur samkvæmt vörulið 0406 í tollskránni. Fullyrðingar FA um annað eru rangar og villandi og til þess fallnar að grafa undan lögmætri stjórnsýsluákvörðun sem hefur verið staðfest af Skattinum, yfirskattanefnd og síðast en ekki síst íslenskum dómstólum. Tvískinnungur Félags atvinnurekenda Það er áhyggjuefni hvernig FA stillir sér upp sem talsmaður réttlætis og lögmætis í þessu máli, þegar staðreyndir málsins benda til annars. Félagið hefur kosið að líta framhjá dómum íslenskra dómstóla og reynir að þrýsta á stjórnvöld að taka ákvarðanir sem þjóna útflutningshagsmunum ESB fremur en íslenskum hagsmunum framleiðenda búvara. Það er sérkennilegt að félag sem á að gæta hagsmuna íslenskra atvinnurekenda virðist standa með stórfyrirtækjum ESB frekar en íslenskum reglum og lagaumhverfi. Það væri stórhættulegt fordæmi ef Ísland ætlaði sér að breyta tollskrá og stjórnvaldsákvörðunum einungis til að þóknast þrýstingi erlendra hagsmunaaðila í stað þess að fylgja eigin lögum og dómstólum. Þessi framganga FA gefur ástæðu til að spyrja: Hvaða hagsmuni eru þeir raunverulega að verja? Eru það íslensk fyrirtæki og neytendur – eða stórfyrirtæki sem vilja fá sérmeðferð í gegnum pólitískan þrýsting? Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar