Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:31 Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Ísland getur verið leiðandi Ef við horfum aftur í tímann höfum við oft verið leiðandi þegar kemur að því að þróa og innleiða tæknilausnir í íslensku heilbrigðiskerfi og framarlega í því að láta heilbrigðisgögn flæða á milli stofnana hérlendis. Snemma á tíunda áratugnum komu saman þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem þróuðu rafræna sjúkraskrá. Saga var þróuð með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Sjúkraskráin var þróuð í nánu samstarfi við hið opinbera og náði breiðri útbreiðslu fyrstu 10 árin í notkun. Ísland náði þannig þeirri einstöku stöðu að vera með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð. Að vera með samtengda sjúkraskrá skapar tækifæri fyrir Ísland til þess að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum sprota- og nýsköpunarlausnum. Erum við að missa forskotið? Hins vegar, þá stöndum við á krossgötum varðandi nýtingu heilbrigðistækninnar í dag. Á síðustu árum hefur umhverfi heilbrigðistækninnar orðið óþarflega flókið og gögnin sem eru unnin í kerfinu vannýtt. Mörg þeirra kerfa sem eru í notkun í dag voru að miklu leyti hönnuð út frá skipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir 30 árum. Þá var heilbrigðisþjónusta byggð í kringum stofnanir en í dag sækir einstaklingur þjónustu frá fjölbreyttum þjónustuaðilum. Mikilvægt er að byggja upp hugbúnaðarlausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni en ekki stofnanir og steinsteypa. Af hverju einstaklingsmiðað heilbrigðiskerfi? Mikilvægt er að þróun heilbrigðiskerfa fari í þá átt að byggja upp kerfi þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Heilbrigðisþjónusta er að verða sérhæfðari og dreifðari milli opinberrar og einkarekinnar þjónustu. Þessi dreifing mun einungis aukast, verða flóknari og vonandi betri. Þess vegna þarf þjónustan að aðlagast að hverjum og einum í stað þess að einstaklingar þurfi að aðlaga sig að stofnunum. Koma þarf í veg fyrir að einstaklingar þurfi að opna margar mismunandi vefsíður, öpp, sms eða símtöl til að eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Við þurfum að komast á þann stað að heilbrigðiskerfið og stafræna umgjörðin vinni fyrir einstaklinginn og leyfi einstaklingnum að stýra flæði gagnanna. Svona fyrirkomulag getur skilað betri, persónulegri og skilvirkari þjónustu fyrir þau sem þurfa að nýta sér hana. Auk þess léttir þetta álagið á heilbrigðiskerfið og í bættri heilsu samfélagsins. Komum okkur aftur í leiðandi stöðu Setjum okkur stefnu: Fyrst er það, að þörf er á því að skýra vel hver ábyrgð hins opinbera á að vera annars vegar og hins vegar skilgreina ábyrgð og hlutverk hugbúnaðarfyrirtækja á markaði sem þróa lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það er brýnt að móta stefnu um það hvernig hin stafræna umgjörð kerfisins eigi að þróast til lengri tíma. Meðal þeirra verkefna sem þarf að ráðast í eru að staðla gagnasöfnun og skil, setja skýrar öryggis- og gæðareglur og leita leiða til að nýta gögnin í kerfinu til þess að mæla gæði þjónustunnar. Með skýrum leikreglum, þar sem hið opinbera hefur skýrt hlutverk, geta hugbúnaðarfyrirtæki komið nýsköpun á borðið til að bæta þjónustu og skilvirkni. Þannig náum við betur að þjónusta einstaklinginn en ekki kerfið. Fjárfestum í innviðum: Það er þörf á því að fjárfesta í uppfærslum á stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins og skapa hvata fyrir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Ávinningurinn af því getur orðið gríðarlegur. Fjárfesting stjórnvalda í nýsköpun og íslensku hugviti getur skilað betri þjónustu, mikilli hagræðingu og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Við ættum að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu heilbrigðiskerfis framtíðarinnar. Eins og staðan er í dag þá erum við því miður að taka skref aftur á bak á ákveðnum stöðum – þótt margt gott hafi verið gert í gegnum árin. Við erum í einstakri aðstöðu til þess að verða leiðandi í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Við þurfum að taka hugrökk skref saman fyrir velferðarkerfið okkar og leysa úr læðingi möguleika íslensks hugvits og heilbrigðistækni. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar