Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 10:17 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira