Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 16:02 Sander Sagosen er orðinn leikmaður Álaborgar á nýjan leik. Aalborg Handbold Hinn 29 ára gamli Sander Sagosen, aðalstjarna norska handboltalandsliðsins, er orðinn leikmaður danska félagsins Álaborg og gildir samningur hans til sumarsins 2029. Vistaskipti Sagosen hafa legið í loftinu en talið var að hann færi frá norska félaginu Kolstad til Álaborgar í sumar. Danska félagið náði hins vegar að tryggja sér krafta hans strax. Svo virðist sem að vegna meiðsla Lukas Nilsson og lyfjamáls Portúgalans Miguel Martins hafi Álaborgarar viljað bregðast skjótt við og fá Sagosen sem fyrst. Sagosen kom til Kolstad árið 2023 og hefur í vetur verið samherji bræðranna Benedikts og Arnórs Óskarssona, Sigvalda Björns Guðjónssonar, Sveins Jóhannssonar og markvarðarins Sigurjóns Guðmundssonar. Á síðustu leiktíð framlengdi Sagosen samninginn við Kolstad til ársins 2027. Sagosen meiddist á HM í janúar og hefur ekki spilað síðan. Hann hefur áður verið leikmaður Álaborgar því hann kom átján ára til félagsins og lék fyrir það á árunum 2014-17, en lék svo með PSG og Kiel. Með Kolstad hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna í Noregi. „Ég hef aldrei farið leynt með það að nokkur af bestu árunum á mínum handboltaferli voru árin sem ég átti í Álaborg. Ég á fullt af góðum minningum héðan og þess vegna er ég svo glaður yfir að fá tækifæri til að koma hingað aftur, til félagsins sem hefur vaxið síðan ég var hérna – bæði fjárhagslega og í metnaði,“ segir Sagosen á heimasíðu Álaborgar og setur stefnuna á að vinna sjálfa Meistaradeild Evrópu. Álaborg, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari, hlaut silfurverðlaun í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Danski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Vistaskipti Sagosen hafa legið í loftinu en talið var að hann færi frá norska félaginu Kolstad til Álaborgar í sumar. Danska félagið náði hins vegar að tryggja sér krafta hans strax. Svo virðist sem að vegna meiðsla Lukas Nilsson og lyfjamáls Portúgalans Miguel Martins hafi Álaborgarar viljað bregðast skjótt við og fá Sagosen sem fyrst. Sagosen kom til Kolstad árið 2023 og hefur í vetur verið samherji bræðranna Benedikts og Arnórs Óskarssona, Sigvalda Björns Guðjónssonar, Sveins Jóhannssonar og markvarðarins Sigurjóns Guðmundssonar. Á síðustu leiktíð framlengdi Sagosen samninginn við Kolstad til ársins 2027. Sagosen meiddist á HM í janúar og hefur ekki spilað síðan. Hann hefur áður verið leikmaður Álaborgar því hann kom átján ára til félagsins og lék fyrir það á árunum 2014-17, en lék svo með PSG og Kiel. Með Kolstad hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna í Noregi. „Ég hef aldrei farið leynt með það að nokkur af bestu árunum á mínum handboltaferli voru árin sem ég átti í Álaborg. Ég á fullt af góðum minningum héðan og þess vegna er ég svo glaður yfir að fá tækifæri til að koma hingað aftur, til félagsins sem hefur vaxið síðan ég var hérna – bæði fjárhagslega og í metnaði,“ segir Sagosen á heimasíðu Álaborgar og setur stefnuna á að vinna sjálfa Meistaradeild Evrópu. Álaborg, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari, hlaut silfurverðlaun í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Danski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira