„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:42 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. vísir/Anton Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
„Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira