„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 12:00 Jón hefur tilkynnt framboð til formanns HSÍ. Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. HSÍ Handbolti Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira
Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan.
HSÍ Handbolti Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira