Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 19:24 Dagur Gautason lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. @mhbofficiel Dagur Gautason lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld og það var ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðunni. Íslenski hornamaðurinn Dagur Gautason skipti óvænt á dögunum úr norska félaginu Arendal í franska stórliðið Montpellier og í kvöld var nýja liðið hans að spila í Evrópudeildinni. Dagur lék sinn fyrsta leik um síðustu helgi og skoraði þá fjögur mörk úr sex skotum í deildarsigri á Aix. Montpellier sýndi styrk sinn í Evrópudeildinni í kvöld með því að vinna svissneska liðið HC Kriens-Luzern með fjögurra marka mun, 31-27, en þetta var fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Dagur skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í leiknum í kvöld en þau komu öll á lokakafla leiksins. Þetta var frumraun stráksins í Evrópudeildinni og hún tókst vel. Það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðinu VfL Gummersbach sem tapaði á heimavelli á móti Flensburg-Handewitt. Flensburg vann leikinn 36-31 en Gummersbach var 19-18 yfir í hálfleik. Seinni háfleikurinn var hrein hörmung en Flensburg vann hann 18-12. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson var með þrjú mörk úr fjórum skotum í leiknum í kvöld. Julian Köster var markahæstur hjá liðinu með sjö mörk. Johannes Golla var óstöðvandi á línunni hjá Flensburg með tíu mörk úr ellefu skotum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Franski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira
Íslenski hornamaðurinn Dagur Gautason skipti óvænt á dögunum úr norska félaginu Arendal í franska stórliðið Montpellier og í kvöld var nýja liðið hans að spila í Evrópudeildinni. Dagur lék sinn fyrsta leik um síðustu helgi og skoraði þá fjögur mörk úr sex skotum í deildarsigri á Aix. Montpellier sýndi styrk sinn í Evrópudeildinni í kvöld með því að vinna svissneska liðið HC Kriens-Luzern með fjögurra marka mun, 31-27, en þetta var fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Dagur skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í leiknum í kvöld en þau komu öll á lokakafla leiksins. Þetta var frumraun stráksins í Evrópudeildinni og hún tókst vel. Það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðinu VfL Gummersbach sem tapaði á heimavelli á móti Flensburg-Handewitt. Flensburg vann leikinn 36-31 en Gummersbach var 19-18 yfir í hálfleik. Seinni háfleikurinn var hrein hörmung en Flensburg vann hann 18-12. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson var með þrjú mörk úr fjórum skotum í leiknum í kvöld. Julian Köster var markahæstur hjá liðinu með sjö mörk. Johannes Golla var óstöðvandi á línunni hjá Flensburg með tíu mörk úr ellefu skotum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Franski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira