Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigþrúður Ármann Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun