Mayoral til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 12:29 Verslun Mayoral í Smáralind, þar sem áður var Vodafone, verður um hundrað fermetrar að stærð. Aðsend Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun. Í tilkynningu kemur fram að Mayoral bjóði upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn til tólf ára aldurs. Mayoral sé ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10 þúsund útsölustaði í yfir hundrað löndum ásamt netverslun sem nái til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni. Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis á hádegi þann 1. mars. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon eru umboðsaðili Mayoral á Íslandi, en þau hafa rekið verslanir Lindex hér á landi um árabil, auk Ginu Tricot. Í tilkynningu segir að Mayoral sé virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali, lögðu fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert á hagkvæmu verði,“ segir í tilkynningunni. Unnið með Dimmalimm um árabil Haft er eftir Juan Carlos Jimenez, yfirmanni alþjóðasviðs Mayoral, að undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hafi sannarlega verið okkur ánægjulegt og spennandi. „Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis,“ segir Jimenez. Þá segir að Mayoral hafi verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hafi selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og muni selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Um Mayoral Group segir að félagið bjóði upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára ásamt unglingastærðum upp í 16 ára. Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og það selur um 31 milljólir flíka ár hvert. Verslun Smáralind Kópavogur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Mayoral bjóði upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn til tólf ára aldurs. Mayoral sé ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10 þúsund útsölustaði í yfir hundrað löndum ásamt netverslun sem nái til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni. Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis á hádegi þann 1. mars. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon eru umboðsaðili Mayoral á Íslandi, en þau hafa rekið verslanir Lindex hér á landi um árabil, auk Ginu Tricot. Í tilkynningu segir að Mayoral sé virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali, lögðu fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert á hagkvæmu verði,“ segir í tilkynningunni. Unnið með Dimmalimm um árabil Haft er eftir Juan Carlos Jimenez, yfirmanni alþjóðasviðs Mayoral, að undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hafi sannarlega verið okkur ánægjulegt og spennandi. „Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis,“ segir Jimenez. Þá segir að Mayoral hafi verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hafi selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og muni selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Um Mayoral Group segir að félagið bjóði upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára ásamt unglingastærðum upp í 16 ára. Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og það selur um 31 milljólir flíka ár hvert.
Verslun Smáralind Kópavogur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira