Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. febrúar 2025 06:02 Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun