Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 07:32 Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar