Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:00 Þegar ný ríkisstjórn kemur til starfa er mjög freistandi að halda að það skapist forsendur til að umbreyta öll því sem áður hefur verið gert. Svo má í það minnsta lesa í fréttaflutning Kristjáns Más Unnarssonar blaðamanns í frétt á Stöð 2 og Vísi þann 30. janúar síðastliðinn í frétt sem ber yfirheitið „Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu“ þar sem blaðamaður leyfir sér að túlka frjálslega orð nýs ráðherra um næstu jarðgögn. En hafa skal það sem rétt reynist og blaðamenn ættu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi. Ráðherra samgöngumála Eyjólfur Ármansson hefur sagt að jarðgagnaáætlun, sem er hluti af samgönguáætlun, yrði á þingmálaskrá í haust. Um röðun jarðgangna ætlar ráðherra ekkert að gefa út fyrr en áætlunin verði kynnt. Burtséð frá því hvað ráðherra vill gefa mikið út um samgönguáætlun á sínum fyrstu dögum þá skal því haldið til haga að í 3 kafla stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ríkisstjórnin muni rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. Ljóst er að leggja þarf fram fjármálaáætlun á næstu vikum og í henni kemur í ljós hvort fjármagn verði sett í jarðgangnagerð á Íslandi á kjörtímabilinu. Verði svo, er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru einu gögnin sem eru tilbúin, fullhönnuð og bíða útboðs og hefur Vegagerðin nú sett um 600 milljónir í hönnun þeirra. Önnur göng verða hreinlega ekki tilbúin til útboðs á þessu kjörtímabili. Förum yfir tímalínu jarðgagnagerðar. Umhverfismat og jarðfræðirannsóknir taka almennt 2 ár, hönnun er unnin samhliða rannsóknum og tekur um 3-4 ár og er skipulagsvinna unnin samhliða. Þá tekur við útboðsferill sem getur tekið um ár. Glöggir lesendur sjá, jú 4-5 ár fram að fyrstu skóflustungu en þá bætist við verktími, sem yfirleitt er nokkur ár, Gerð Fjarðarheiðarganga tekur til að mynda um 7 ár. Sjá má að ansi langur tími líður frá hugmynd á blaði í samgönguáætlun og fram að því að spenntur ráðherra getur klippt á borða og hleypt umferð um göngin. Gildandi samgönguáætlun 2020-2034 segir til um að í framhaldi af Fjarðaheiðargöngum eigi að fara í göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og þaðan yfir á Norðfjörð (Mjóafjarðargöng). Svokölluð hringtenging Austurlands. Því skal haldið hér til haga að vilji meirihluta samgöngunefndar við samþykkt samgönguáætlunar árið 2020 var skýr, hefja ætti rannsóknir og hönnun á Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöngum um leið og vinna við Fjarðarheiðargöng myndi hefjast. Það var svikið í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fram á vorþingi 2024. Þegar slá á ryki í augu okkar vongóðra sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða er vísað til ósamstöðu innan landshlutans. Því er ekki fyrir að fara heldur hefur fólk hér einfaldlega ekki trú á því að við munum fá öll þau jarðgöng sem okkur hefur verið lofað og veldur það togstreitu sem nærir einhverja blaðamenn. Sveitarstjórnir á öllu Austurlandi samþykktu í byrjun þessa kjörtímabils svæðisskipulag það sem fram kemur að áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Vert er að bæta við að samkvæmt efnahagsgreiningu sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi lét vinna kemur fram að Austfirðingar, sem eru 2,9% af heildarmannfjölda Íslands, skapa nær fjórðung útflutningstekna (af vöruútflutningi). Þannig má segja að hver Austfirðingur framleiði tífalt á við aðra í landinu. Til að halda áfram og auka verðmætasköpun landshlutans þurfum við á hringtengingunni að halda. Við ráðherra vil ég segja, kæri ráðherra samgöngumála, ég hvet þig að hafa hringtengingu Austurlands áfram í forgangi í jarðgangnamálum líkt og er í gildandi samgönguáætlun og að hefja útboð á Fjarðaheiðargöngum sem fyrst. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn kemur til starfa er mjög freistandi að halda að það skapist forsendur til að umbreyta öll því sem áður hefur verið gert. Svo má í það minnsta lesa í fréttaflutning Kristjáns Más Unnarssonar blaðamanns í frétt á Stöð 2 og Vísi þann 30. janúar síðastliðinn í frétt sem ber yfirheitið „Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu“ þar sem blaðamaður leyfir sér að túlka frjálslega orð nýs ráðherra um næstu jarðgögn. En hafa skal það sem rétt reynist og blaðamenn ættu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi. Ráðherra samgöngumála Eyjólfur Ármansson hefur sagt að jarðgagnaáætlun, sem er hluti af samgönguáætlun, yrði á þingmálaskrá í haust. Um röðun jarðgangna ætlar ráðherra ekkert að gefa út fyrr en áætlunin verði kynnt. Burtséð frá því hvað ráðherra vill gefa mikið út um samgönguáætlun á sínum fyrstu dögum þá skal því haldið til haga að í 3 kafla stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ríkisstjórnin muni rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. Ljóst er að leggja þarf fram fjármálaáætlun á næstu vikum og í henni kemur í ljós hvort fjármagn verði sett í jarðgangnagerð á Íslandi á kjörtímabilinu. Verði svo, er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru einu gögnin sem eru tilbúin, fullhönnuð og bíða útboðs og hefur Vegagerðin nú sett um 600 milljónir í hönnun þeirra. Önnur göng verða hreinlega ekki tilbúin til útboðs á þessu kjörtímabili. Förum yfir tímalínu jarðgagnagerðar. Umhverfismat og jarðfræðirannsóknir taka almennt 2 ár, hönnun er unnin samhliða rannsóknum og tekur um 3-4 ár og er skipulagsvinna unnin samhliða. Þá tekur við útboðsferill sem getur tekið um ár. Glöggir lesendur sjá, jú 4-5 ár fram að fyrstu skóflustungu en þá bætist við verktími, sem yfirleitt er nokkur ár, Gerð Fjarðarheiðarganga tekur til að mynda um 7 ár. Sjá má að ansi langur tími líður frá hugmynd á blaði í samgönguáætlun og fram að því að spenntur ráðherra getur klippt á borða og hleypt umferð um göngin. Gildandi samgönguáætlun 2020-2034 segir til um að í framhaldi af Fjarðaheiðargöngum eigi að fara í göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og þaðan yfir á Norðfjörð (Mjóafjarðargöng). Svokölluð hringtenging Austurlands. Því skal haldið hér til haga að vilji meirihluta samgöngunefndar við samþykkt samgönguáætlunar árið 2020 var skýr, hefja ætti rannsóknir og hönnun á Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöngum um leið og vinna við Fjarðarheiðargöng myndi hefjast. Það var svikið í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fram á vorþingi 2024. Þegar slá á ryki í augu okkar vongóðra sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða er vísað til ósamstöðu innan landshlutans. Því er ekki fyrir að fara heldur hefur fólk hér einfaldlega ekki trú á því að við munum fá öll þau jarðgöng sem okkur hefur verið lofað og veldur það togstreitu sem nærir einhverja blaðamenn. Sveitarstjórnir á öllu Austurlandi samþykktu í byrjun þessa kjörtímabils svæðisskipulag það sem fram kemur að áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Vert er að bæta við að samkvæmt efnahagsgreiningu sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi lét vinna kemur fram að Austfirðingar, sem eru 2,9% af heildarmannfjölda Íslands, skapa nær fjórðung útflutningstekna (af vöruútflutningi). Þannig má segja að hver Austfirðingur framleiði tífalt á við aðra í landinu. Til að halda áfram og auka verðmætasköpun landshlutans þurfum við á hringtengingunni að halda. Við ráðherra vil ég segja, kæri ráðherra samgöngumála, ég hvet þig að hafa hringtengingu Austurlands áfram í forgangi í jarðgangnamálum líkt og er í gildandi samgönguáætlun og að hefja útboð á Fjarðaheiðargöngum sem fyrst. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmis.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun