„Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun